Vilja frístundabyggð í landi Mælifellsár

Ábúendur á Mælifellsá hafa sótt um leyfi til skipulags og byggingarnefndar Skagafjarðar til breyttrar notkunnar á 31,5 ha skógræktarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd áréttaði vegna þessarar umsóknar  að í 5. tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar og koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð Efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið, Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulagstillögunni hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og þar er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið. Afstaða til erindis Margeirs og Helgu verður ekki tekin fyrr en niðurstaða er fengin í legu byggðalínunnar og skipulagningu svæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir