Tindastóll sýndi mikla kurteisi við Grindavík
feykir.is
Uncategorized
19.01.2009
kl. 08.36
Grindavík og Tindastóll tóku einn léttan leik í gærkvöldi í Síkinu á Króknum. Hann var heldur léttari fyrir gestina því þeir unnu 26 stiga sigur á heldur slöku liði heimamanna.
Grindavík sem er í öðru sæti deildarinnar, í baráttu við KR um toppsætið, heldur því áfram að elta þá. Tindastóll situr hinsvegar áfram í fimmta sætinu.
Byrjunarlið gestanna var Nick Bradford, Arnar Freyr, Páll Axel, Brenton og Helgi Jónas. Hinu megin voru það Axel, Darrell, Friðrik, Svavar og Ísak sem byrjuðu. Leikinn dæmdu þeir hinir vel snyrtu, Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
Meira má lesa um leikinn á heimasíðu Tindastóls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.