Tindastóll lagði KS/Leiftur í Soccerade mótinu

Tindastóll gerið góða ferð til Akureyrar á laugardag þegar liðið lagði KS/Leiftur að velli 1-4 í fjörugum leik. Leikur Tindastóls var góður.  Leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín, voru öryggir á boltanum og skynsamir.  

Fínn talandi var í liðinu og heyrðist best í Árna Einari.  Það var þessi stóri hópur okkar sem skóp sigurinn en allir sem tóku þátt í honum stóðu sig vel.  Markverðir okkar, varnarmenn og sérstaklega miðjumenn og sóknarmaður eiga mikið hrós skilið.  Frábær liðsheild.  KS/Leiftur átti ágæta spretti en voru ekki með stóran hóp.  Aggi var duglegur og stjórnaði leik þeirra en það dugði ekki til og því fór sem fór.

Tindastóll hefur nú unnið tvo fyrstu leiki sínu í mótinu en þeir eiga frí er um næstu helgi.

/tindastóll.is

Nánar er hægt að lesa um leikinn á Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir