Steinasala til styrktar Þuríði
feykir.is
Skagafjörður
19.05.2009
kl. 13.48
Í gær komu þrjár ungar stúlkur færandi hendi í Nýprent og afhentu Þuríði Hörpu kr. 1259 sem þær söfnuðu með steinasölu. Stúlkurnar, Eyvör Pálsdóttir og tvíburasysturnar, Snæfríður og Diljá Ægisdætur gengu í hús á Króknum og seldu „glanssteina“ eins og þær sögðu sjálfar.
Með þessu vildu þær styrkja utanför Þuríðar en hún heldur til Indlands í sumar og freistar þess að fá bót meina sinna en Þuríður er bundinn við hjólastól eftir slys sem hún varð fyrir er hún féll af hestbaki fyrir tveimur árum. Þuríður tók við peningunum og þakkaði kærlega þann hlýhug sem þær stöllur sýndu henni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.