Sigurður Guðjón með hæstu einkunn

Sigurður Guðjón Jónsson frá Sauðárkróki náði þeim glæsilega árangri að dúxa í sínu fagi frá Háskólanum í Reykjavík þegar 193 nemendur brautskráðir frá skólanum laugardaginn 17. janúar s.l. Sigurður útskrifaðist með B.Sc próf í bygginartæknifræði.

Auk Sigurðar voru 55 nemendur sem brautskráðust af Tækni- og verkfræðideild. Gömul hefð er fyrir því að Samtök iðnaðarins veiti þeim nemendum verðlaun sem hljóta hæstu einkunn innan hvers sviðs, þau verðlaun hlaut Sigurður að þessu sinni fyrir að vera með hæstu einkunn innan tæknifræðinnar sem samanstendur af rafmangstæknifræði, véla og orkutæknifræði og svo byggingartæknifræði.

Sigurður við brautskráningu HR

Einnig veitir Viðskiptaráð þeim nemanda verðlaun sem hefur hæstu einkunn innan hverrar deildar, þau verðlaun hlaut Sigurður fyrir að vera með hæstu einkunn innan tækni- og verkfræðideildar.

Í samtali við Feyki segir Sigurður að ætlunin hafi verið að fara út á vinnumarkaðinn að lokinni útskrift. -En eins og staðan er nú er ekki mikið um góð atvinnutækifæri. Því tók ég þá ákvörðun að halda áfram í námi, og stunda nú meistarnám við Háskólann í Reykjavík.
Sigurður Guðjón er sonur Sigurbjargar Guðjónsdóttur kennara og Jóns Sigurðssonar bifreiðastjóra á Sauðárkróki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir