Ríflega hálf milljón safnaðist í kringum knattspyrnuleik í Kópavogi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
15.09.2022
kl. 11.41
Kormákur/Hvöt sótti lið Augnabliks heim í Kópavog síðasta laugardag en liðin áttust við í 3. deildinni. Augnablik ákvað að standa fyrir söfnun í kringum leikinn en allur aðgangseyrir rann til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi en jafnframt var fólk sem ekki komst á leik liðanna hvatt til að leggja málstaðnum lið. Þegar upp var staðið safnaðist ríflega hálf milljón króna.
Í tísti frá liði Augnabliks stóð: „Söfnun lokið. Alls söfnuðust 509.393 krónur og hafa þær verið millifærðar á styrktarsjóði vegna málsins á Blönduósi. Kærar kveðjur til allra sem lögðu sitt af mörkum."
Vel að verki staðið hjá Augnabliki og til eftirbreytni.
Heimild: Fótbolti.net
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.