Pétur Rúnar íþróttamaður Skagafjarðar og UMFT
Í kvöld fór fram verðlaunahátíð UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Ljósheimum þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sviði íþrótta. Einnig var kunngjört hver hlaut titilinn íþróttamaður UMF Tindastóls.
Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar
Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði
körfuboltaliðs Tindastóls og þjálfararnir
Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson.
Á myndina vantar aðal þjálfarann Baldur Þór Ragnarsson.
Að þessu sinni var Pétur Rúnar Birgisson maður kvöldsins, eða réttara sagt ársins, því hann var valinn bæði íþróttamaður UMFT og íþróttamaður Skagafjarðar. Þríeykið Baldur Þór Ragnarsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson hlutu titilinn þjálfarar ársins og meistaraflokkur karla Tindastóls í körfuboltanum lið ársins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.