Páll Ragnarsson látinn

Páll Ragnarsson. MYND AF MBL.IS
Páll Ragnarsson. MYND AF MBL.IS

Páll Ragn­ars­son, tann­lækn­ir á Sauðár­króki og formaður Ung­menna­fé­lags­ins Tinda­stóls til fjölda ára, lést á Land­spít­al­an­um 29. janú­ar sl. eft­ir skamm­vinn veik­indi, 74 ára að aldri.

Páll fædd­ist 20. maí 1946 á Sauðár­króki, son­ur Ragn­ars Páls­son­ar, úti­bús­stjóra í Búnaðarbank­an­um, d. 1987, og Önnu Pálu Guðmunds­dótt­ur hús­móður, d. 2018. Páll ólst upp á Sauðár­króki, varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1966 og lauk prófi í tann­lækn­ing­um frá Há­skóla Íslands 1972.

Páll æfði ýms­ar íþrótt­ir með Tinda­stóli á yngri árum, einkum knatt­spyrnu, og lék síðan með meist­ara­flokki Vals árin 1966 til 1974. Hann flutti heim á Krók að loknu tann­lækna­námi og spilaði í nokk­ur ár með liði Tinda­stóls. Hann varð formaður fé­lags­ins 1975 og gegndi því embætti allt til ársins 2006. Palli barðist fyr­ir upp­gangi fé­lags­ins og aðstöðu þess í mörg­um íþrótt­um, óþrjót­andi allt fram á síðasta dag.

Hann fékk gull­merki ÍSÍ árið 1982, á 75 ára af­mæli Tinda­stóls, og gull­merki UMFÍ 2007, fyr­ir störf sín í þágu Tinda­stóls. Sama ár varð hann heiðurs­fé­lagi fé­lags­ins. Þá fékk hann silf­ur- og gull­merki KSÍ. Páll starf­rækti tann­lækna­stofu sína á Sauðár­króki frá 1974 og allt til dauðadags. Páll var virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins á Sauðár­króki og átti m.a. sæti á lista í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og í ýms­um nefnd­um fyr­ir flokk­inn.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Páls er Mar­grét Stein­gríms­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur. Börn þeirra eru Ragn­ar, f. 1972, Helga Mar­grét, f. 1975, og Anna Rósa, f. 1977. Barna­börn­in eru sjö tals­ins.

- - - - -

Heimild: Mbl.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir