Óvenjulegt kynjahlutfall í vel heppnaðri ferð

Sigið í Káraborg. Mynd: 123.is/hunar

Unglingadeild björgunarsveitarinnar Húna fór í vel heppnaða ferð upp að Káraborg sl. sunnudag.

Það voru þeir Eyþór Kári Eðvaldsson, Pétur Arnarson og Guðmundur Jónsson sem fóru með unglingana níu sem tóku þátt í ferðinni en á heimasíðu Húna kemur fram að kynjahlutfallið í ferðinni hafi verið frekar óvenjulegt. Það er 7 stelpur og 2 strákar.
Haldið var á tveimur bílum upp að Helguhvammi og gengið þaðan upp að Káraborg. Þegar gangan hófst var klukkan hálf níu ennþá myrkur og veður rólegt. Til öryggis var ákveðið að fara með annan bílinn upp að Káraborg. Gangan tók tæplega einn og hálfan tíma en uppi á Káraborg áttu að fara fram sigæfingar. Byrjað var á að útbúa tryggingar og græja línu í frekar auðveldri brekku með litlum halla til að byrja á, því fæstir höfðu sigið áður. Þegar allir höfðu æft sig þar var stillt upp línu sunnar í vestari borginni á stað sem var meira krefjandi. 

Eftir því sem leið á daginn fór að hvessa frá norðaustri og var því eftir nokkar góðar ferðir  ákveðið að færa sig og stilla upp einu sinni enn og núna skildi sigið af austari borginni. Eins og áður var nóg af góðum festum til að tryggja í. Sigið var austur af klettinum niður þverhnípt stuðlaberg og þykir staðurinn góður fyrir svona æfingar.

Um þrjúleitið var ákveðið að pakka saman og fara að koma sér heim. Flestir fengu far með bílnum niður en hinir röltu niður í Helguhvamm. Rétt fyrir fjögur voru allir komnir í Húnabúð eftir vel heppnaðan dag.

Fleiri myndir má sjá inni á heimasíðu húna eða hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir