Ódýrar skólamáltíðir í Skagafirði
Neytendasamtökin könnuðu verð á skólamáltíðum grunnskóla í 18 sveitarfélögum víðs vegar um landið. Öll sveitarfélögin bjóða upp á heitan hádegismat en misjafnt er hvort maturinn er eldaður í skólunum eða hitaður upp. Skólar í Skagafirði komu vel út í könnuninni hvað verð snertir.
Í mörgum skólum er boðið upp á þann möguleika að kaupa stakar máltíðir, þ.e. vera ekki fast í mánaðar- eða annaráskrift heldur velja úr einstaka daga. Verð er yfirleitt aðeins hærra með þessu fyrirkomulagi.
Athyglisvert er að aðeins tvö sveitarfélög innheimta lægra verð fyrir yngstu börnin (1.-3. bekkur) en það er á Hornarfirði og í Skagafirði. Þó má ætla að yngstu börnin borði mun minna en unglingarnir. Í sumum sveitarfélögum er munur á verði milli skóla s.s. á Ísafirði og í Borgarbyggð og vert er að nefna að í grunnskólanum í Varmahlíð er boðið upp á morgunverð, hádegismat og síðdegishressingu fyrir um 300 kr. á dag.
Sjá nánar Neytendasamtökin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.