Neisti kominn á flug á Blönduósi

Kynning á vetrarstarfi æskulýðsnefndar hestamannafélagsins Neista var haldin í Arnargerði í gærkvöldi að viðstöddu miklu fjölmenni.

Helga Thoroddsen kennari, verkefnisstjóri og höfundur Knapamerkja við Hólaskóla hélt fyrirlestur um tilgang og markmið knapamerkjanna en í boði í vetur verða knapamerki 1, 2 og 3. sem og reiðnámskeið yngri barna sem skiptist í hópa fyrir byrjendur/ lítið vana og vana knapa.
Mikill fjöldi barna og unglinga  eru skráð á námskeiðin eða um 50 börn og unglingar og munu þau byrja strax í næstu viku. Kennarar verða Sigurbjörg og Sandra Marín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir