Listaverk í vinnslu.

 

Listamennirnir eru: Sybille Dömel, Katalin Meixner og Adriane Wachholz frá Þýskalandi, Ashley Lamb, Roshni Roberts og Alyssa Wendt frá Bandaríkunum, Nadege Druzkowski frá Frakklandi, Pedro Rosa Mendes frá Portúgal og Sigþrúður - Sissú - Pálsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir frá Reykjavík.

 

Á sýningunni verður sýndur afrakstur mánaðarins en þar getur að líta bæði málverk, teikningar og myndverk unnin í blandaða tækni.

Rithöfundar mánaðarins Lane Ashfeldt og Pedro Rosa Mendes verða með upplestur úr verkum sínum í Kántríbæ strax á eftir sýningunni klukkan 18:00, en þar verður hægt að setjast niður og njóta veitinga á tilboðsverði meðan á upplestrinum stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir