Körfuknattleiksdeild Tindastóls krækir í Chris Caird
Christopher Caird er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og mun því spila með Stólunum næstu tvö tímabil. Caird, sem er breskur, kemur frá FSu á Selfossi þar sem hann var í hörkuformi framan af vetri en hann meiddist nú eftir áramótin.
Hann var eins og áður sagði að spila frábærlega með FSu þar sem hann var með um 20 stig að meðaltali, tók yfirleitt á bilinu 7-8 fráköst í leik og átti 3,5 stoðsendingar að meðaltali í þeim 15 leikjum sem hann spilaði í vetur. Caird ætti því að öllu jöfnu að vera Stólunum góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil.
Caird er framherji, 26 ára gamall og 198 sm á hæð.
Ekki er útilokuð að fleiri leikmenn bætist í hópinn hjá Stólunum en Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar, tjáði Feyki að lögð væri áhersla á að reyna að halda heimastrákunum áfram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.