Körfuboltabúningar barnanna komnir
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.01.2009
kl. 09.18
Búningarnir sem pantaðir voru fyrir áramót fyrir yngri flokka Tindastóls í körfubolta eru nú komnir úr framleiðslu frá Henson. Búningarnir verða afhentir nú í vikunni en líklega munu þjálfarar hvers flokks fyrir sig sjá um afhendinguna og verður það auglýst nánar á heimasíðu Tindastóls.
Það er Sparisjóðurinn Skagafirði sem styrkir búningakaupin, en kostnaður á hvern iðkanda er kr. 3000 og verða búningarnir ekki afhentir nema gegn greiðslu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.