Jólablað Feykis 2023 er komið út
Í gær var útgáfudagur Jólablaðs Feykis og í gær og næstu daga ættu áskrifendur og allir íbúar á Norðurlandi vestra að fá hressilegt blað inn um bréfalúguna. JólaFeykir er 40 síður að þessu sinni, stútfullt af fjölbreyttu efni og auglýsingum. Það er nú þegar komið á netið þannig að þeir sem ekki geta setið á sér geta stolist í það strax.
Samkvæmt óskráðum reglum er kökuþáttur í miðopnu og þar kennir fjölbreyttra kaka hjá dömunum í saumaklúbbnum síunga frá Skagaströnd. Jóndís Hinriksdóttir er í myndaþættinum, spjallað er við Ölmu Lilju Ævarsdóttir sem var með kransanámskeið á vegum Farskólans í haust og svo svara nokkrir einstaklingar spurningum í þættinum Jólin mín. Leikskólabörn frá Birkilundi í Varmahlíð svara nokkrum laufléttum og að sjálfsöðgu er hin ómissandi jólamyndagáta á sínum stað ásamt fullt af öðru efni sem ætti að vera lesendum til skemmtunar.
Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar. Góðar stundir!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.