Ís-Landsmót 2009
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Hestar
23.01.2009
kl. 08.54
Húnvetnskir hestamenn eru ekki af baki dottnir og auglýsa hér með að blásið verður til leiks á Ís-landsmóti 2009 á Svínavatni laugardaginn 7. mars næstkomandi.
Mótið í fyrra tókst vel, og við ætlum að hafa fyrirkomulag með svipuðu sniði, tímasetningin nánast sú sama, enda er Ægir bóndi og íseigandi í Stekkjardal farinn að undirbúa ísinn, með aðstoð almættisins. Allt í reglu á þeim heimilum báðum.
Keppt verður í opnum flokki í A- og B- flokki gæðinga og tölti. Fyrirkomulag verður svipað og undanfarin ár, og verður nánar auglýst á vefmiðlum og á heimasíðum húnvetnsku hestammanafélaganna, www.neisti.net og www.123.is/thytur þegar nær dregur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.