Hvasst á Blönduósi í gær

Það blés heldur vænlega á Blönduósi í gær þegar norðaustan rok og stormur gekk yfir svæðið. Þakplötur byrjuðu að losna á húsi í bænum en það tókst að koma í veg fyrir að þær færu alveg og í morgun voru þær festar niður.

Björgunarsveitin Blanda var kölluð út til að aðstoða vegfarendur sem sátu fastir í sköflum á Þverárfjalli. Að sögn Gunnars Kristins Ólafssonar formann blörgunarsv. Blöndu var mikil ofankoma á fjallinu en greiðlega gekk að losa bílana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir