Húnvetnskir dagar í Perlunni

Um nokkuð langt skeið hefur verið unnið að undirbúningi og skipulagningu sýningarinnar Húnvetnskir dagar 2009 sem fyrirhugað er að halda í Perlunni í samstarfi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í Húnavatnssýslum og með stuðningi aðila í Reykjavík.

Haldnir voru kynningarfundir á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd í nóvember 2008 þar sem hugmyndin var kynnt og hlaut hún strax góðan hljómgrunn . Því var ákveðið að halda áfram vinnu við undirbúning og skipulagningu með það að markmiði að halda sýninguna 13.-15. febrúar 2009 og var sú dagsetning kynnt á áðurgreindum fundum.

Skipulagning og dagskrá er vel á veg komin en þó eru nokkrir veigamiklir hnútar enn óhnýttir sem einkum snúa að fjármögnun á kynningarmálum sýningarinnar. Til þess að ræða þau mál og fleiri er snúa að frekari framvindu verkefnisins eru hagsmunaaðilar boðaðir til funda þriðjudaginn 20. jan. 2009, á Hvammstanga við Höfðabraut 6, Fjarkennslustofu, kl. 11,
og á Blönduósi, Við árbakkann, kl. 14

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir