Hólamenn kenna göngustígagerð

Dagana 11. til 13. maí var haldið árlegt göngustíganámskeið Háskólans á Hólum. Nemendur í diplómnámi  læra þar um undirbúning, hönnun, viðhald og eftirlit með göngustígum og er lögð mikil áhersla á verklega þáttinn.

Í ár var námskeiðið haldið í Friðlandinu í Svarfaðardal og var gist í Húsabakkaskóla, en þar er unnið að því að setja á stofn náttúrusetur. Nemendur smíðuðu brýr og palla yfir læki og votlendi og afmörkuðu stíga í landslagið.Tókust verkefnin mjög vel og í lok námskeiðs var kominn nýr og áhugaverður stígur og gott upphaf að stíg að fuglaskoðunarhúsi niðri við votlendið sem heimamenn munu setja niður bráðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir