Hófarnir farnir af stað

Á Skagaströnd er starfræktur hinn frábæri línudanshópur sem ber nafnið Hófarnir. Og nú ætla þeir að fara af stað með dansnámskeið sem haldin verða á miðvikudögum í vetur.

 

Skilaboðin frá hópnum er skýr:

 

Komdu með í línudans.

Við erum að dansa í sal H-59 á Skagaströnd (kaffistofu gamla frystihússins)

á miðvikudögum kl:20:30

Ekki búa í helli ---- Skráðu þig í hvelli

með því að mæta næsta miðvikudagskvöld og dansa með.

 

Frábær tónlist - Góð hreyfing - Skemmtilegur félagsskapur.

 

Línudanshópurinn Hófarnir Skagaströnd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir