Hjónin og fóstursonurinn í afslöppun í borginni

Þau Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Guðlaug Bjarnadóttir og Ólafur Sigurgeirsson, fóstursonur þeirra hjóna eins og hann kallaði sig í síðasta þætti, munu mæta liði Kópavogs í Úsvari sem sýnt verður í sjónvarpinu klukkan 20:15 í kvöld. Feykir.is hafði samband við Guðbrand Ægi.

Sæll Ægir, þú ert í beinni hér á Feykir.is hvernig hafið þið það þarna fyrir sunnan? -Við höfum það bara gott eða reynum það alla vega. Dagurinn er bara afslöppun það þýðir ekkert annað. Við þurfum að mæta upp í sjónvarp um sjö hálf átta í kvöld.

Hvað með Ólaf? - Fóstursonurinn kom með okkur í gær en við skiluðum honum af okkur upp í Árbæ í pössun og hittum hann ekki fyrr en upp í sjónvarpi í kvöld.

Hvernig leggst kvöldið í ykkur? -Bara vel, við erum meðvituð um að þetta eru engir aukvisar sem við erum að fara að mæta þarna og það vantar tilfinnanlega lögfræðing í okkar lið, segir Ægir og hlær.

Þú hefur ekki bara farið að lesa lög? -Nei, nei, svarar hann að bragði og hlær.

 Lið Kópavogs, sem eru sigurvegarar síðan í fyrra skipta líkt og áður, Víðir Smári Petersen, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Kristján Guy Burgess

Feykir.is óskar okkar liði  góðs gengis og skorar á alla að horfa á Úsvarið í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir