Góður var Gráni undir tönn
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
19.01.2009
kl. 12.32
Á laugardaginn var blés Barna og unglingadeild Léttfeta til veislu í félagsheimilinu þeirra Tjarnarbæ og matreiddu hross á fjölbreyttan hátt.
Var það álit allra sem komu að veislan hafi verið höfðingjum sæmandi svo gott hafi kjötið verið. Mesta athygli vakti þó hráa kjötið sem borið var fram bæði grafið og reykt með tilheyrandi sósu.
Að sögn þeirra er stóðu að veislunni hafi líklega komið um 150 manns en matur var borinn fram bæði í hádeginu og um kvöldmatarleytið.
Voru menn svo ánægðir með uppátækið að skorað var á aðstandendur veislunnar að mæta aftur og þá með Fiskidaginn litla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.