Gísli Sigurðsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
Sjálfstæðisflokkurinn í Skagafirði hefur opinberað framboðslista sinn til sveitastjórnakosninga þann 26. maí nk. Breytingar eru hjá efstu mönnum þar sem oddviti hans, Sigríður Svavarsdóttir, hættir og Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils, sest í forustusætið. Regína Valdimarsdóttir, lögfræðingur hjá Íbúðalánasjóði tekur sæti Gunnsteins Björnssonar sem færist í þriðja sætið. Elín Árdís Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skipar fjórða sætið.
Listinn er þannig skipaður:
1. Gísli Sigurðsson
2. Regína Valdimarsdóttir
3. Gunnsteinn Björnsson
4. Elín Árdís Björnsdóttir
5. Haraldur Þór Jóhannsson
6. Ari Jóhann Sigurðsson
7. Guðný Axelsdóttir
8. Jóel Þór Árnason
9. Steinar Gunnarsson
10. Guðlaugur Skúlason
11. Snæbjört Pálsdóttir
12. Jón Grétar Guðmundsson
13. Steinunn Gunnsteinsdóttir
14. Herdís Fjeldsted
15. Jón Daníel Jónsson
16. Ebba Kristjánsdóttir
17. Bjarni Haraldsson
18. Sigríður Svavarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.