Dr. Catherine Chambers ráðin fagstjóri við Háskólasetur Vestfjarða
Alls bárust tíu umsóknir um starf fagstjóra meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Til starfsins var ráðin Dr. Catherine Chambers sem frá árinu 2011 hefur hún gengt sameiginlegri sérfræðingsstöðu við Háskólann á Hólum og Þekkingarsetrið á Blönduósi.
Catherine hefur reynslu af CMM meistaranáminu þar sem hún hefur bæði verið leiðbeinandi og prófdómari meistaraprófsritgerða. Auk þess kenndi hún nýverið þann hluta námskeiðsins Applied Methodology sem snýr að eigindlegum rannsóknaraðferðum. Hún hefur starfað hér á landi frá árinu 2008.
Catherine Chambers er með doktorspróf frá University of Alaska Fairbanks, meistarapróf í dýrafræði frá University of Southern Illinois og bakkalárpróf frá Drake University í umhverfisfræði. Doktorsritgerð hennar, Fisheries managment and fishing livelihoods in Iceland, fjallar um fiskveiðistjórnun og afkomu af fiskveiðum á Íslandi. Verkefnið var hluti af þverfaglega verkefninu „Marine Ecosystem Sustainability in the Arctic and Subarctic“ sem var stutt af US National Science Foundation.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.