Dagur aldraðra á morgun

Dagur aldraðra verður haldin hátíðalegur á morgun Uppstigningadag en að því tilefni verður messa í Sauðárkrókskirkju klukkan 11 og almenn samkoma í Frímúrarasalnum klukkan 15:00 þar sem sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði mun taka lagið.

Kórinn syngur undir stjórn Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur en einsöng með kórnum syngur Þorbergur Skagfjörð Jósefsson. Pistil dagsins flytur Arna Björn Bjarnadóttir.

Boðið verður upp á kaffi og rjómavöfflur en aðgangseyrir er krónur 1000. Sönghópurinn vill koma því á framfæri að ekki verður unnt að taka við kortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir