Björgvin Hafþór til liðs við Tindastól

Björgvin Hafþór í leik með ÍR gegn Stjörnunni.  MYND: VÍSIR/ANTON
Björgvin Hafþór í leik með ÍR gegn Stjörnunni. MYND: VÍSIR/ANTON

Það er skammt stórra högga á milli hjá Tindastólsmönnum í körfunni. Eins og áður hefur verið sagt frá þá hafa Stólarnir samið við Jou Costa um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta vetur og Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning. Nú hefur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður ÍR undanfarin tímabil, skrifað undir árssamning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og spilar því með liðinu næsta vetur.

Björgvin var einn besti maður ÍR í vetur og gerði margar glæsikörfur. Hann var með um 10 stig að meðaltali í leik, tók 6 fráköst og átti 4,3 stoðsendingar. Björgvin, sem er uppalinn í Fjölni, spilaði alla 22 leiki ÍR í vetur.

Björgvin er 22 ára gamall bakvörður og skemmtilega skráður 175 sm á síðu KKÍ en það eru nú sennilega einhverjir góðir 20 sm síðan sú mæling fór fram. Að sögn Stefáns Jónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, eru Tindastólsmenn spenntir að fá þennan spennandi leikmann í sínar raðir og bjóða hann velkominn.

Hér má sjá nokkur góð tilþrif hjá Björgvini >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir