Bílvelta á föstudagskvöld

Betur fór en á horfði þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum rétt norðan við Staðarskála um kvöldmatarleytið s.l. föstudagskvöld og endaði utan vegar. Bíllinn fór hálfan annan hring og endaði á toppnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi voru fjórir í bílnum, hjón á sextugsaldri ásamt uppkomnum börnum sínum og voru þau á suðurleið þegar slysið varð.

Bæði lögregla og sjúkrabíll ásamt lækni voru kölluð út og var gert að sárum fólksins á staðnum, en um minniháttar meiðsl var að ræða. Að sögn lögreglumanns á vakt má þakka notkun bílbelta að ekki fór ver. Bíllinn er mikið skemmdur eftir veltuna og óökufær. Var fólkinu ekið í Staðarskála þaðan sem þau ætluðu að finna sér far suður.

 

Heimild Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir