30 þúsund heimsóttu sýningar Byggðasafnsins

Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga var líflegt í sumar en það stóð fyrir 6 sýningum á 5 stöðum í Skagafirði árið 2008. Gefin voru út 3 smárit og 2 sýningarskrár. Vel yfir 30 þúsund gestir komu á sýningar safnsins og um 650 nemendur grunn-, framhalds- og háskóla komu í heimsókn og fengu aðstoð frá starfsmönnum þess.

Samtals voru 14 manns á launum árið 2008 auk fjölda annarra sem höfðu beint og óbeint vinnu af starfsemi safnsins. Samstarfsaðilar í hinum ýmsu verkefnum voru Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Hólaskóli, Vesturfarasetrið á Hofsósi,  Kaffistofan Áskaffi, Glaumbæjarkirkja, Sögusetur íslenska hestsins og fleiri.

Fornleifadeild byggðasafnsins skráði og rannsakaði fjölda fornleifa í Skagafirði bæði út af fyrir sig og í samstarfi við m.a. ritara byggðasögu Skagafjarðar, jarðsjárrannsóknarhóp frá Bandaríkjunum, Hólarannsóknina og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir