3 tíma átakafundur

Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með forsvarsmönnum sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt stjórnendum á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Var fundurinn hluti að samráðsferli sem ráðuneytinu ber að framfylgja samkvæmt lögum.

Reyndu heimamenn ákaft að fá ráðherra til þess að snúa ákvörðun sinni um sameiningu allta stofnanna á Norðurlandi í eina stofnun en samkvæmt upplýsingum sem Feykir.is fékk eftir fundinn var sú tilraun án áranguirs. Feykir settist niður með ráðherra eftir fundinn og verður viðtal við ráðherra í blaðinu sem kemur út á morgun. Þar sagði ráðherra meðal annars að hann gæti auðvitað tekið þessa ákvörðn til baka en þá stæði hann fyrir öðrum kosti sem að hans mati væri mun verri kostur fyrir notendur. Það er flötum niðurskurði innan heilbrigðiskerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir