Sigur hjá 10 fl. drengja á móti Þór
Í gær, þriðjudaginn 11. okt, fór fram nágrannaslagur Tindastóls og Þórs frá Akureyri í 10. flokki drengja í Síkinu. Fyrirfram var búist við hörkuleik, en viðureign liðanna fyrr í haust í Eyjafirðinum var jöfn og spennandi og endaði með naumum sigri Skagfirðinga.
Annað var uppi á teningnum að þessu sinni og sýndu heimamenn nágrönnum sínum litla gestrisni. Eftir fimm mínútna leik var staðan 13-1 fyrir Tindastóli og 21-8 í lok fyrsta leikhluta. Þá vöknuðu Eyfirðingar úr rotinu og staðan 33-22 í hálfleik. Seinni hálfleikur var hins vegar eign Tindastólsmanna, sér í lagi þriðji leikhluti sem þeir unnu 21-2 og endaði leikurinn með öruggum sigri heimamanna 75-44 sem nú tróna einir á toppi 2. deildar með fjóra sigra í jafnmörgum leikjum. Frábær árangur og verður spennandi að fylgjast með liðinu í vetur.
AÐSENT - Arnar Már Elísson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.