Rithöfundakvöld í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Fréttir
09.11.2023
kl. 15.22
Fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörð miðvikudagskvöldið 15.nóvember klukkan 20:00. Það er sennilega mest viðeigandi að taka á móti þessum flottu höfundum á Héraðsbókasafni okkar Skagfirðinga við Faxatorg.
Rithöfundarnir sem mæta í Skagafjörðinn eru þau, Nanna Rögnvaldardóttir með bókina sína, Valskan, Pálmi Jónasson með einstaka sögu af eldhuga, Að deyja frá betri heimi, Skúli Sigurðsson með spennusöguna sína, Maðurinn frá São Paulo og að lokum Vilborg Davíðsdóttir með spennandi á áhrifaríka skáldsögu, Land næturinnar.
Sannkallað skólabókadæmi um notalega kvöldstund í aðdraganda aðventunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.