Pósturinn varar við svikahröppum

mynd tekin af posturinn.is
mynd tekin af posturinn.is

Í tilkynningu frá Póstinum segir að því miður er nafn Póstsins oft misnotað af netglæpamönnum. Þá reyna þeir að plata fólk til að smella á vefslóð þar sem það er beðið um að gefa persónuupplýsingar. Skilaboðin berast oftast í tölvupósti eða SMS en þess eru líka dæmi að þrjótarnir noti samfélagsmiðla.

Pósturinn hefur því tekið saman ýmsar upplýsingar um hvernig sé best að bera kennsl á svikapósta og netsvindl og hvernig eigi að bregðast við. Hér er hægt að kynna sér málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir