Nína Morgan vann fimmta Hard Wok mót sumarsins

Hér eru þær stöllur Dagbjört og Nína með verðlaunin. Mynd aðsend.
Hér eru þær stöllur Dagbjört og Nína með verðlaunin. Mynd aðsend.

Fimmta Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 35 kylfingar tóku þátt. Veðrið var ágætt og skorið á mótinu var mjög gott. Þarna voru margir að spila virkilega vel og fengu allir vöfflur og með því eftir mót. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna.

Sigurvegari mótsins í þetta skiptið var Nína Morgan Brynjarsdóttir með 29 punkta en hún verður tíu ára eftir nokkra daga. Þess má geta að Dagbjört Rós Hermundsdóttir, ein af skipuleggjendum mótsins, fagnaði 45 ára afmæli sínu í gær og var að sjálfsögðu sunginn afmælissöngurinn fyrir hana áður en mótið hófst. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir