Búið er að opna fyrir umsóknir í Gulleggið 2024
Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og koma þeim á framfæri. Að keppninni koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar til að veita leiðsögn og gefa endurgjöf. KLAK heldur norður á Akureyri þann 17. nóvember næstkomandi þar sem Háskólinn á Akureyri, í samstarfi við KLAK, mun kynna Gulleggið í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða nokkrir bakhjarlar Gulleggsins með kynningarbása ásamt því að tónlistarmaðurinn HÚGÓ mun skemmta fólki.
Í fyrra náði Pelliscol, sproti Írisar Bjarkar Marteinsdóttur og Ívars Arnar Marteinssonar frá Sauðárkróki, í topp 10 í keppninni og hlutu Íris og Ívar viðurkenninguna vinsælasta Gulleggsteymið. Markmið Pelliscol var að þróa hágæða náttúrulegar Spa húðvörur úr hreinu íslensku kollageni fyrir baðlón, heilsulindir og hótel.
Nú er bara að leggja höfðuðið í bleyti og drífa sig í að senda inn hugmyndir og hver veit kannski verður þín hugmynd Pelliscol verkefnið í ár.
Hér er hægt að kynna sér betur ferlið, Gulleggið 2024.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.