Blönduósflugvöllur fær yfirhalningu eftir verslunarmannahelgi

Mynd tekin af huni.is
Mynd tekin af huni.is

Á fréttavefnum huni.is segir að löngu tímabærar framkvæmdir við endurbætur á Blönduósflugvelli munu hefjast strax eftir verslunarmannahelgi. Þá verður sett ný klæðning á völlinn og skipt um jarðveg. Haft er eftir Matthíasi Imsland, formanni stjórnar Isavia Innanlandsvalla, sem er dótturfélag Isavia, í Morgunblaðinu að markmiðið með framkvæmdinni sé að gera flugvöllinn betur búinn til að sinna sjúkraflugi og öðrum brýnum verkefnum sem tryggi öryggi og bæti samgöngur fyrir svæðið.

Fram kemur að verkið, sem Borgarverk vinnur, taki aðeins tvær vikur en Blönduósflugvöllur er 970 metrar á lengd og 27 metrar á breidd. „Þetta er eitt af þessum verkefnum sem menn hafa verið að berjast fyrir í langan tíma en fjármögnun verksins kemur frá ríkinu samkvæmt þjónustusamningi,“ segir Matthías í viðtali við Morgunblaðið. Framkvæmdin er hluti af samgönguáætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir