Auglýst eftir fræðslustjóra í Austur-Húnavatnssýslu

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf hjá Félags- og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna Húnabyggðar, Skagabyggðar og Skagastrandar. Skagabyggð sameinast Húnabyggð 1. ágúst nk.

Í tilkynningu á netsíðum sveitarfélaganna kemur fram að undir starfið heyra leik- og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum. Um er að ræða spennandi starf í síbreytilegu skólasamfélagi sem er í mikilli þróun.

Umsókn um starfið ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt í tölvupósti á sveitarstjori@skagastrond.is eða í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð. Með umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram kemur hæfni viðkomandi til starfans ásamt yfirliti yfir nám og störf er nýtast í starfi að mati umsækjenda. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2024 og er stefnt að því að ráða í stöðuna frá 1. september 2024. Ráðning í starfið er ótímabundin.

Nánar upplýsingar um helstu verkefni fræðslustjóra og hæfniskröfur má sjá hér auk upplýsinga um þá sem gefa nánari upplýsingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir