Ammoníakleki í Fóðurstöðinni Gránumóum
Ammoníakleki varð í frystikerfi húsnæðis Fóðurstöðvarvarinnar Gránumóum snemma í morgun. Lögreglu- og slökkvilið var kallað á vettvang.
Að sögn starfsmanns Fóðurstöðvarinnar mætti honum megn ammoníakslykt þegar hann kom til vinnu um kl. 4:35 í morgun og kallaði hann til aðstoðar lögreglu- og slökkviliðs. Þar hafði sprungið rör í kælikerfi og samkvæmt Verharði Guðnasyni slökkviliðsstjóra hafði ammoníakið lekið lengi áður en þeir komu á vettvang.
„Engin hætta stóð að fólki í bænum, rigning og þoka eyddi allri lykt umhverfis Fóðurstöðina,“ sagði Vernharð.
Efnakafari var sendur inni í húsið til að kanna lekann og þá hafði um 8-900 lítrar af ammoníaki lekið og það mesta búið af kerfinu. Lekinn var stöðvaður og húsið loftræst. Unnið er að viðgerðum í Fóðurstöðinni og starfssemin þar komin í samt horf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.