Rabb-a-babb 92: Þorgeir Gunnars
Nafn: Þorgeir Gunnarsson.
Árgangur: Sá albesti, 1964.
Fjölskylduhagir: Bý með sambýliskonu, tengdamóðir og stjúpdóttir. Átti fyrir soninn Sigurð Helga með Ingu á Fitjum.
Búseta: Hef búið á Grímsstöðum í Mývatnssveit í 22 ár.
Hverra manna ertu: Sonur Lillu Nikk og Gunna Helga.
Starf / nám: Áhugahænsnabóndi og lífskúnstner.
Bifreið: Toyota Hilux.
Hestöfl: Já.
Hvað er í deiglunni: Að verða betri maður m.a. með því að leiða og skapa en ekki skapa leiða.
Hvernig hefurðu það?
Takk, ég hef það fínt.
Hvernig nemandi varstu?
Nokkuð baldinn.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
Þegar ég fór í bíó um kvöldið á fyrstu myndina sem ég komst inná bannaða 14 ára og veislugestir leituðu um allt af fermingarbarninu til að kveðja það.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Kúreki.
Hvað hræðistu mest?
Að verða svangur, eiturslöngur og lítið dýr í útrýmingarhættu sem heitir Górilluhamar.
ABBA eða Rolling Stones?
ABBA.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?
Dansað á dekki með Fjörefni.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí?
Prumpulagið með Dr. Gunna.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Matreiðsluþáttum, sakamálaþáttum og náttúrulífsþáttum.
Besta bíómyndin (af hverju)?
Little Shop of Horror (Litla hryllingsbúðin) - tónlistin er svo góð.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Að pissa standandi.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Er góður í flestu, t.d. eru fáir sem toppa kjötsúpuna hjá mér eða steikta fiskinn.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Majónes.
Hvað er í morgunmatinn?
Hafragrautur með súru slátri og dass af kanilhunangi
Hvernig er eggið best? Spælt báðu megin.
Uppáhalds málsháttur? Kemst þó hægt fari.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
Viggó Viðutan.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Allar matreiðslubækur, núna er það Nigella með hraði.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Til Jamaíka.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Hvað ég borða mikið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óstundvísi og tillitsleysi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
Huddersfield FC, ég vorkenndi þeim, því það hélt enginn með þeim.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?
Magga Bess og svo er golfarinn Örn Sölvi alltaf góður.
Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera og af hverju? Einhver mikilsvirtur ráðamaður. Því þá yrði heimurinn betri.
Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati?
Foreldrar mínir.
Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Eldspýtur, hana og hænu.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Nú er ég léttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.