Fréttir

Norðvesturgönguleiðin :: Leiðari Feykis

Gönguferðir hafa í gegnum tíðina ekki verið í uppáhaldi hjá mér af neinu tagi nema tilgangurinn sé á hreinu; ganga meðfram girðingum og athuga hvort staurar séu óbrotnir eða rölta á eftir búpeningi. Þrátt fyrir að ég hafi hingað til talið göngur frá A til B án verkefnis vera tímasóun þá hef ég tekið þátt í slíku og komið á óvart hvað þær geta verið skemmtilegar og gefandi sérstaklega ef gönguhópurinn er vel mannaður.
Meira

Nú falla öll vötn til Skagafjarðar

Þannig hóf Hjalti Pálsson Byggðasöguritari mál sitt þegar hann bauð gesti velkomna til afmælisfagnaðar í Miðgarði á eftirmiðdegi sunnudaginn 26. júní. Daginn áður hafði hann fyllt 75 árin og hélt upp á þau tímamót og jafnframt að lokið var nú útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar en tíunda og síðasta bindi hennar kom út fyrir síðustu jól. Hjalti auglýsti opið hús í félagsheimilinu og voru allir boðnir velkomnir.
Meira

Góður árangur Skagfirðinga á LM á Hellu

Landsmóti hestamanna lauk um helgina og hafði þá staðið yfir í vikutíma á Rangárbökkum við Hellu. Fjöldi knapa og hrossa tóku þátt í hinum ýmsu greinum og fjölmargir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi sem buðu upp á flottar sýningar og prúða framkomu. „Við erum stolt af öllum okkar fulltrúum á mótinu og óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn,“ segir í færslu félagsins á Facebook-síðu þess.
Meira

Baldur Þór hættir með Stólana og heldur til Þýskalands

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Baldur Þór Ragnarsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningi sem nýlega var undirritaður og átti að gilda til loka tímabilsins 2022-2023,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls nú í kvöld. Fram kemur að slitin eru að ósk Baldurs sem heldur til Þýskalands þar sem hann mun sinna þjálfun hjá liðinu Ratiopharm í Ulm.
Meira

Alls konar veður eða veðurleysur í júlí

Í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar segir að eftir allskonar veður í júní, eins og klúbburinn hafði spáð í byrjun mánaðarins, þá sé nú komið að spá júlímánaðar. Þar kemur einnig fram að spáin fyrir júlí sé á flestan hátt svipuð og í fyrri mánuði nema von sé á hærra meðaltals hitastigi.
Meira

Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.
Meira

Skólaþróun í Árskóla vekur athygli

Í ár hafa komið nokkrar greinar í tímaritinu Skólaþræðir, sem er tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun, um framgang í eflingu skólastarfs á Íslandi og árangur þess að færa rekstur grunnskóla frá ríkinu til sveitarfélaga. 25 ár eru síðan þessi breyting átti sér stað og er þess vegna um að ræða ákveðna tímamóta yfirferð á því hvernig skólastarfi hefur vegnað undir þessu nýja skipulagi.
Meira

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira

Tæplega 2/3 þátttakenda kusu að fá sorpið sótt heim

Að undanförnu hefur staðið yfir íbúakönnun um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar þar sem valið var milli tveggja valkosta. Könnuninni lauk sl. föstudag. Valið stóð á milli þess að íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu eða að heimilissorp verði sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar. Á kjörskrá var 671 en kosningaþátttaka reyndist 25% og af þeim kusu 64% að láta sækja sorpið heim.
Meira

Heldur meiri laxveiði í Húnavatnssýslum í ár en í fyrra

Á Húnahorninu var rennt yfir gang mála í laxveiðiám í Húnavatnssýslum nú fyrir helgi og ku Miðfjarðará vera aflahæst laxveiðiáa þar það sem af er sumri. Þar hafa veiðst 109 laxar en næst þar á eftir kemur Blanda með 75 laxa. Víðidalsá á var með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa en veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará.
Meira