Húnar á Holtavörðuheiði

Seinni part sunnudags var kallað eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Húna vegna óhapps á Holtavörðuheiði. Þar hafði bíll fokið út af veginum en allhvasst var á heiðinni á þessum tíma. Vel gekk að ná bílnum upp á veginn aftur.

Á sama tíma óskaði lögregla eftir aðstoð sveitarinnar þar sem vegfarendur höfðu velt bíl sínum ekki langt frá þeim stað sem verið var að koma fyrri bílnum upp á veg. Samkvæmt heimasíðu Húna urðu engin slys á fólki við veltuna. Svo vel vildi til að félagar Húna úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík voru á ferð yfir heiðina og var haft samband við þá með hugsanlega viðbótar aðstoð í huga. Fór svo að þeir tóku þá sem höfðu lent í bílveltunni aftur með sér suður yfir heiði en bíllinn var svo fluttur norður á Borðeyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir