Dr. James Randall í Verinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.10.2016
kl. 08.20
Dr. James Randall, formaður framkvæmdanefndar Institute of Island við Háskóla Prince Edward Island í Kanada, verður með fyrirlestur um hátækni frumkvöðlastarf sem sniðin eru að litlum samfélögum.
Hann segir að frumkvöðlastarf í hátækniiðnaði í litlum samfélögum mótist oft af pólitík, efnahagslegum og landfræðilegum skilyrðum sem og framsýnum leiðtogum. Hér kynnir hann hins vegar rannsóknir sem nefndar hafa verið dæmisögunálgun (e. case study approach) í þeim tilgangi að skilja betur hátækni í lífvísindum á Prince Edward eyju og upphaf og vöxt fyrirtækisins BioVectra Limited.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Verinu á Sauðárkróki þriðjudaginn 11 október og hefst kl 14:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.