Vel heppnað námskeið trúnaðarmanna

Þórarinn Sverrisson og Ásgerður Pálsdóttir

 

Stéttarfélögin Aldan og Samstaða héldu námskeið trúnaðarmanna að Löngumýri í Skagafirði 24. til 25. nóvember  s.l. Á námskeiðinu fjallaði Vigdís Hauksdóttir um helstu atriði í vinnurétti. Ásgerður Pálsdóttir, formaður Samstöðu fjallaði um starfsemi verkalýðsfélagsins og Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar kynnti helstu atriði kjarasamninga.

Guðmundur Rúnar Árnason fjallaði síðan almennt um hutverk verkalýðsfélaga og verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst við aðstæður eins og nú eru uppi í samfélaginu. Guðmundur Rúnar stýrði síðan almennum umræðum um viðfangsefnið meðal þátttakenda á námskeiðinu. Ýmsar góðar hugmyndir og ábendingar til forystu félaganna komu fram í umræðum og líklegt að félagsmenn verði varir við nokkrar þeirra í starfi félaganna á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir