Góð hraðahindrun

 Hin nýja og glæsilega sundlaug á Blönduósi virðist ætla að verða hin besta hraðahindrun en þrátt fyrir rigningu og kulda í gær var mikið af fólki í sundlauginni og mátti heyra á gestum að þeir væru ýmist að koma að sunnan eða norðan og hefðu ákveðið að koma við og prófa hið nýja mannvirki.

Rennibrautin var óspart notuð af yngri kynslóðinni og mátti heyra á þeim að báðar brautirnar væru algjörlega „geðveikar“ svo þeirra orðalag sé notað. Þá var mikil traffík á N1 og margir gerðu sér ferð niður á höfn að skoða hina glæsilegu skútu þar liggur við bryggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir