FabLab – Hvernig virkar laser og hvað er hægt að gera?
29. september - 1. októberHvað er að gerastFabLab Sauðárkróki
29sep
Farskólinn kynnir námskeiðið - FabLab – Hvernig virkar laser og hvað er hægt að gera?
Á þessu grunnnámskeiði verður kennt á forritið Inkscape og farið verður yfir öryggisatriði og notkun á laserskurðarvél. Nemendur fá að takast á við mismunandi verkefni og öðlast reynslu í laserskurði. Byrjað verður á því að hanna og skera út lyklakippur úr timbri/plexigleri. Ef nemendur ná fljótt yfir hugtök og notkun á Inkscape þá verður hægt að vinna eigin hugmyndir.
Leiðbeinendur : Jan Dąbrowski og Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir
Hvar og hvenær: 29. september og 1. október frá kl. 17:00–20:00.
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Það er einhver sérstök tilfinning að láta sig síga niður í bíósætin i Bifröst, bíða eftir að ljósin slokkni og láta töfra leikhússins yfirtaka allt annað um stund. Ég veit ekki hvor okkar var spenntari, rúmlega fimmtuga amman eða rétt að verða sjö ára ömmustelpan, þegar okkur bauðst að fara í leikhús á mánudaginn. Alla vega varð hvorug okkar fyrir vonbrigðum. Í tæpa tvo tíma lifðum við okkur inn í heim Gumma, Finns, Dagnýjar og allra hinna í leikritinu Óvitum, eftir Guðrún Helgadóttur, í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar.
Fjórða sumarið í röð fór fram uppgröftur á búðaminjum á Hafna-búðum á Hjallanesi í landi Hafna á Skaga. Í sumar voru grafin upp, að hluta eða öllu leyti, fimm búðir/mannvirki, auk þess sem unnið var á svæðum utan bygginga. Grafið var á sama uppgraftarsvæði og í fyrra. Búðirnar eru í mörgum tilfellum illa farnar og því oft erfitt að greiða úr mannvistarlögum og sjá hvar ein búð endar og önnur byrjar. En allt hefst þetta á endanum og myndin skýrist með hverju árinu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni er það Hólmar Örn Eyjólfsson sem svarar Tón-lystinni en auk þess að vera atvinnumaður í knattspyrnu er hann besti gítarleikarinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu – að mati Feykis. Þar sem Hólmar er búinn að glíma við erfið meiðsli undanfarna mánuði var ákveðið að senda honum spurningalista Tón-lystarinnar til að stytta honum stundirnar í endurhæfingunni í Búlgaríu þar sem hann er á mála hjá stórliði Levski Sofia.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.