Fljótamót um páskana
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
21.02.2024
kl. 11.30
Ferðafélag Fljóta stendur fyrir skíðagöngumóti í Fljótum föstudaginn langa ár hvert. Mótið er fyrir alla fjölskylduna og keppt er í öllum aldursflokkum.
Búin að opna fyrir skráningu á Fljótamótið á www.fljotin.is.
Venju samkvæmt verður mótið á föstudaginn langa eins og fram hefur komið sem er 29. mars að þessu sinni.
Fljótin skörtuðu sínu fegursta um helgina sem þau gera reyndar alltaf og lofa góðu fyrir páskana.