Umferðaróhapp á planinu við Olís í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður
30.08.2024
kl. 23.52
Umferðaróhapp varð við Olís í Varmahlíð í dag en bensíndæla og ljósastaur voru keyrðir niður. Í kjölfarið voru bensíndælurnar óvirkar og þurfti að kalla til Brunavarnir Skagafjarðar til að tryggja svæðið og sinna upphreinsun við svæðið þar sem nokkuð var um bensín og olíu.
Í samtali við Morgunblaðið útskýrði Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri að dælan hafi slitnað frá í heilu lagi þannig að þetta að blanda af bensíni og olíu var á svæðinu.Hann sagði að tveir til þrír bílar hafi átt hlut í umferðaróhappinu sem varð til þess að dælan slitnaði upp en að enginn hafi slasast.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.