Nýr rafmagnsbíll tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð Skagafjarðar
feykir.is
Skagafjörður
24.09.2024
kl. 09.17
Gunnar Páll, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar og Sigfús Ingi, sveitarstjóri við nýja rafbílinn. MYND TEKIN AF HEIMASÍÐU SKAGAFJARÐAR.
Nýr og glæsilegur rafmagnsbíll hefur verið tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bíllinn er af gerðinni VW ID Buzz, er full rafmagnaður rafbíll með 79Kwh rafhlöðu og uppgefin drægni er 420km. Bíllinn er vel búinn þægindum og lúxus og er með 170kw hleðslugetu segir á heimasíðu Skagafjarðar.
Bíllinn fór strax í vinnu fyrir Þjónustumiðstöðina og hefur staðið sig vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.