Gul veðurviðvörun til miðnættis í kvöld

Mynd af veður.is
Mynd af veður.is

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og víðar en á vedur.is segir að talsverð eða mikil rigning sé, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Veðurviðvörunin gildir til miðnættis í kvöld og mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni, ferðamenn ættu að forðast brattar fjallshlíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir