Rabb-a-babb 107: Snekkja

Nafn: Sveinbjörg Snekkja Jóhannesdóttir
Árgangur: 1973
Fjölskylduhagir: Gift Hjalta Kristjánssyni og saman eigum við Almar Knörr, Steinar Daða og Þórð Inga
Búseta: Búin að búa 12 ár á Akranesi
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Jóa Þórðar múrara og Herdísar Einars á Blönduósi.
Starf / nám: Skurðhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Hvað er í deiglunni:  Klára framkvæmdir á baðherberginu og halda svo jól  ;o)

 Hvernig nemandi varstu? Örugglega alveg til fyrirmyndar!

 Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Skjálfhentur prestur sem sullaði messuvíni yfir nokkrar fínar frúr.

 Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hárgreiðslu- eða hjúkrunarkona.

 Hvað hræðistu mest? Að vera hátt uppi – svona dvergar eins og ég eru auðvitað mjög lofthræddir.

 Besti ilmurinn? SÚKKULAÐI! Og vanilla.

 Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Alæta á tónlist.

 Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Simply the best.

 Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Er mjög ódugleg í sjónvarpsglápi en get dottið í góðar seríur, bæði spennu-og grín.

 Besta bíómyndin? Love Actually er tekin reglulega (í desember), frábærir leikarar!

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Finna hluti! Búin að komast að því eftir að hafa eingöngu búið með karlmönnum í öll þessi ár að það þarf góðan skammt af estógeni til að finna týnda hluti.

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Að kæla hvítvínið.

 Hættulegasta helgarnammið? Öll jafn hættuleg.

 Hvernig er eggið best? Spælt á gömlu eggjapönnunni hennar ömmu-þá eru eggin öll jafnstór og fara svo vel á diskinum J

 Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á stundum erfitt með að taka gagnrýni.

 Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Mont og grobb.

 Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  Brostu! Það er hollt fyrir heilann!

 Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég sparkaði tvíburabróður mínum út úr mömmu og fékk 15 mínútur út af fyrir mig.

 Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Held það sé ekkert gaman að vera frægur.

 Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Hús andanna eftir Isabel Allende.

 Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Strákunum mínum finnst ég segja of oft „nei, þú átt ekki að segja þetta svona... heldur svona...“ Það er endalaus málrækt í gangi.

 Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Vigdís Finnbogadóttir.

 Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Snekkja í ólgusjó.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... til Ítalíu.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Svissneskan vasahníf og prjónana mína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir