Kominn tími á barnaleikrit
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
26.10.2015
kl. 15.14
Leikfélag Blönduós og dreifnám FNV í Austur-Húnavatnssýslu setti á svið leikverkið Dagbókin hans Dadda við miklar vinsældir á vormánuðum í fyrra. Ljósm./Jón Sigurðsson.
Aðalfundur Leikfélags Blönduóss fór fram miðvikudaginn 14. október sl. Að sögn Guðmundar K. Ellertssonar formanns leikfélagsins var mætingin á fundinn heldur dræm og því var ekki hægt að taka neinar ákvarðanir varðandi uppsetningu á leikriti.
Guðmundur segir þá ákvörðun hafa verið tekna að blása til fundar fljótlega eftir áramót og kanna áhuga bæjarbúa að nýju. „Þau sem mættu á fundinn voru sammála um að kominn væri tími á barnaleikrit en grundvöllur þess er að fólk gefi kost á sér til starfa fyrir félagið hvort heldur á sviði eða baksviðs,“ sagði hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.